Hinsegin kórinn 2018-03-01T15:16:04+00:00

Gleði og fordómaleysi í dúr og moll

Hinsegin kórinn er litríkasti, hressasti og skemmtilegasti kór landsins – án gríns!

UM HINSEGIN KÓRINN

Hinsegin kórinn var stofnaður síðsumars 2011 og hefur vaxið og dafnað allar götur síðan.

Markmið kórsins er að vera fordómalaus vettvangur fólks til að hittast og njóta söngs saman; vinna að þátttöku hinsegin fólks í menningarlífinu; vera jákvæð fyrirmynd og stuðla að sýnileika hinsegin fólks.

Allir velkomnir
Hinsegin kórinn mismunar hvorki á grundvelli kynhneigðar né kynvitundar og er öllum opinn að undangengnum raddprófum sem að jafnaði eru haldin við upphaf haust- og vorannar.

Kórinn leggur áherslu á fjölbreytt lagaval og líflega framkomu, en frá stofnun hefur kórinn haldið fjölmarga sjálfstæða tónleika en auk þess komið fram á ýmsum viðburðum. Þar má nefna opnunarhátíðir Hinsegin daga í Reykjavík og Faroe Pride í Þórshöfn í Færeyjum auk þess að koma fram í afmælum, á vinnustaðaskemmtunum og víðar.

Fjölbreytt verkefni
Í júní 2014 tók kórinn þátt í Various Voices, alþjóðlegu kóramóti hinsegin kóra í Dublin á Írlandi, en kórinn hefur sett sér það viðmið að syngja utan landssteinanna að lágmarki annað hvert ár. Sumarið 2015 fór kórinn til London og söng sem gestakór á tónleikum Pink Singers, hinsegin vinakórs í London og tók þátt í norrænu kóramóti í Helsinki í september 2017.

Various Voices í Þýskalandi vorið 2018
Kóramótið Various Voices verður haldið í 14. skipti dagana 9.-13. maí 2018, í München í Þýskalandi. Þar munu 97 kórar frá 19 löndum hittast og syngja saman í stórum sem litlum tónleikasölum og víðs vegar á götum borgarinnar. Lesa meira.


facebook.com/hinseginkorinn

Það eru spennandi hlutir að gerast á snappinu okkar í dag! :D

Fylgist með á --> hinseginkorinn

Það eru spennandi hlutir að gerast á snappinu okkar í dag! 😀Fylgist með á --> hinseginkorinn ... See MoreSee Less

08.03.18

Hinsegin kórinn er á leið til Munchen í maí til að taka þátt í hinseginkóramótinu Various Voices! Við erum þessa dagana að undirbúa kynningarmyndband kórsins fyrir mótið og á Instagram má sjá myndir frá upptökum 🙂 //The Reykjavik Queer Choir is heading to Munich in May to participate in the queer choir festival Various Voices! We're now working on our introduction video for the festival and pictures from the shoots can be seen on Instagram 🙂 ... See MoreSee Less

05.03.18

 

Comment on Facebook

Looking forward to seeing your video. The one for Dublin was fantastic. 🤣

... See MoreSee Less

03.03.18

Páskabingó Hinsegin kórsins

Þá er aftur komið að því! Skemmtilegasta og litríkasta páskabingó ársins verður haldið þann 17. mars næstkomandi!Er það liður að fjáröflun kórsins fyrir ferð á evrópskt hinseginkóramót, Various Voices, sem haldið verður í München í maí. Þar munu um 100 kórar koma saman og verður Hinsegin kórinn stoltur fulltrúi Íslands.Flottir vinningar frá hinum ýmsu fyrirtækjum, glens og gaman!Verð á stöku bingóspjaldi er 1000 kr og fara 3 saman á 2500 kr.Einnig verða til sölu vöfflur og kaffi fyrir svanga bingóspilara!Posi á staðnum. Fyrir þá sem koma á bíl þá mælum við með bílastæðum hjá Seljakirkju!Komdu og skemmtu þér með okkur!//It's that time of the year again! We meet again on the 17th of March for the most fun and colorful Easter Bingo party of all time!The bingo is a fundraising event for the choir's upcoming tour to European LGBTQIA choir festival Various Voices that will be held in Munich. About 100 choirs will come together to sing and the Reykjavík Queer Choir will be there as a proud representative of Iceland.Cool prizes and all around fun!Price for a single bingo sheet is 1000 isk and 3 go together for 2500 isk.We will also be selling waffles and coffee for hungry bingo players!We advise those coming by car to park at Seljakirkja!Come join us and have fun!

Páskabingó Hinsegin kórsins17.03.18 - 2:00PMFélagsmiðstöðin HólmaselÞá er aftur komið að því! Skemmtilegasta og litríkasta páskabingó ársins verður haldið þann 17. mars næstkomandi!Er það liður að fjáröflun kórsins fyrir ferð á evrópskt hinseginkóramót, Various Voices, sem haldið verður í München í maí. Þar munu um 100 kórar koma saman og verður Hinsegin kórinn stoltur fulltrúi Íslands.Flottir vinningar frá hinum ýmsu fyrirtækjum, glens og gaman!Verð á stöku bingóspjaldi er 1000 kr og fara 3 saman á 2500 kr.Einnig verða til sölu vöfflur og kaffi fyrir svanga bingóspilara!Posi á staðnum. Fyrir þá sem koma á bíl þá mælum við með bílastæðum hjá Seljakirkju!Komdu og skemmtu þér með okkur!//It's that time of the year again! We meet again on the 17th of March for the most fun and colorful Easter Bingo party of all time!The bingo is a fundraising event for the choir's upcoming tour to European LGBTQIA choir festival Various Voices that will be held in Munich. About 100 choirs will come together to sing and the Reykjavík Queer Choir will be there as a proud representative of Iceland.Cool prizes and all around fun!Price for a single bingo sheet is 1000 isk and 3 go together for 2500 isk.We will also be selling waffles and coffee for hungry bingo players!We advise those coming by car to park at Seljakirkja!Come join us and have fun!
... See MoreSee Less

20.02.18

Load more

KÓRSTJÓRN

Helga Margrét Marzelíusardóttir
Kórstjóri

Nánar um Helgu Margréti

Halldór Smárason
Meðleikari

Nánar um Halldór

STJÓRN

Hugrún Ósk Bjarnadóttir 

Erla Rún Guðmundsdóttir 

Margrét Ágústa Þorvaldsdóttir 

Arna Arnarsdóttir  

Viktoría Birgisdóttir 

Þórhalla G. Beck 

Guðmundur Helgason 

VIÐ ERUM Á INSTAGRAM

#hinseginkorinn / #reykjavikqueerchoir

TÓNLEIKAR & VIÐBURÐIR

VERTU MEÐ!

Við í Hinsegin kórnum erum alltaf að leita að fleiri vinum – hvort sem það eru vinir sem vilja syngja með okkur eða hlusta á okkur. Ef eitt eða fleiri atriði hér að neðan passa við þig, þá ættir þú að sækja um hið snarasta!

  • Lagvisslítið sem ekkert kvartað þegar þú syngur í sturtu

  • Félagsverafinnst allskonar fólk skemmtilegt

  • Gleðispreðariþað er pláss fyrir allskonar gleðigjafa!

HVERNIG RÖDD ERT ÞÚ?

Sópran er efsta rödd kórsins sem syngur þar af leiðandi alla háu tónana.

Veist þú hvað þarf margar sóprönur til að skipta um ljósaperu? Tvær. Önnur heldur á diet-kókinu meðan hin biður meðleikarann um að skipta um peruna.

Alt er efri millirödd í kór, hún syngur því hærra en tenór en ekki jafn hátt og sópran.

Veist þú hvað þarf margar altir til að skipta um ljósaperu? Enga, þær komast ekki nógu hátt.

Tenór er neðri millirödd. Tenórar syngja því á milli alt og bassa.

Veist þú hvað þarf marga tenóra til skipta um ljósaperu? Sex, einn til að skipta um peruna á meðan hinir fimm kvarta undan því hve hátt þurfi að fara.

Bassi er neðsta rödd kórsins og passar að neðstu tónarnir komist til skila.

Veistu hvað þarf marga bassa til að skipta um ljósaperu? Engann, þeir eru svo mikil hörkutól að þeir vilja frekar ganga um í myrkrinu.

STYRKTARAÐILAR

Hafa samband

Hugrún

Formaður

Helga Margrét

Kórstjóri


Margrét Ágústa

Gjaldkeri