
Gleði og fordómaleysi í dúr og moll
Hinsegin kórinn er litríkasti, hressasti og skemmtilegasti kór landsins – án gríns!
UM HINSEGIN KÓRINN
Hinsegin kórinn var stofnaður síðsumars 2011 og hefur vaxið og dafnað allar götur síðan.
Markmið kórsins er að vera fordómalaus vettvangur fólks til að hittast og njóta söngs saman; vinna að þátttöku hinsegin fólks í menningarlífinu; vera jákvæð fyrirmynd og stuðla að sýnileika hinsegin fólks.
Allir velkomnir
Hinsegin kórinn mismunar hvorki á grundvelli kynhneigðar né kynvitundar og er öllum opinn að undangengnum raddprófum sem að jafnaði eru haldin við upphaf haust- og vorannar.
Kórinn leggur áherslu á fjölbreytt lagaval og líflega framkomu, en frá stofnun hefur kórinn haldið fjölmarga sjálfstæða tónleika en auk þess komið fram á ýmsum viðburðum. Þar má nefna opnunarhátíðir Hinsegin daga í Reykjavík og Faroe Pride í Þórshöfn í Færeyjum auk þess að koma fram í afmælum, á vinnustaðaskemmtunum og víðar.
Fjölbreytt verkefni
Í júní 2014 tók kórinn þátt í Various Voices, alþjóðlegu kóramóti hinsegin kóra í Dublin á Írlandi, en kórinn hefur sett sér það viðmið að syngja utan landssteinanna að lágmarki annað hvert ár. Sumarið 2015 fór kórinn til London og söng sem gestakór á tónleikum Pink Singers, hinsegin vinakórs í London og tók þátt í norrænu kóramóti í Helsinki í september 2017. Kórinn hélt svo enn og aftur á Various Voices vorið 2018. Kóramótið var haldið í München Þýskalandi og vakti kórinn mikla lukku meðal gesta.
VIÐ ERUM Á INSTAGRAM
#hinseginkorinn / #reykjavikqueerchoir
Í dag eru 18 dagar í jólatónleika Hinsegin kórsins! Af því tilefni ætlum við að kynnast Davíði Pálssyni betur en Davíð er raddvillingur dagsins og syngur bassa. Hvenær byrjaðir þú í kórnum: Haust 2016 Uppáhalds lag sem Hinsegin kórinn hefur sungið: Abba syrpan, Bohemian, Space up your life, Hope there's someone Uppáhalds morgunkornið? Cheerios Hvaða eiginleika metur þú mest í fari vina? Heiðarleiki, traust og húmor Hvað vildirðu verða þegar þú varst ung/ur? Kokkur, Kennari og söngvari Eftirminnilegasta ferðalagið? Kólumbía 2014 og Portugal 2019 Davíð verður með Instagrammið okkar í dag, endilega fylgist með þar. Miðasala er í fullum gangi á tix.is eða hjá kórmeðlimum. Ekki missa af því að komast í hinsegin hátíðarskap með Davíð og restinni af kórnum. #hinseginkorinn #davidpals @davidpals
Nov 19

Í dag eru 18 dagar í jólatónleika Hinsegin kórsins! Af því tilefni ætlum við að kynnast Davíði Pálssyni betur en Davíð er raddvillingur dagsins og syngur bassa. Hvenær byrjaðir þú í kórnum: Haust 2016 Uppáhalds lag sem Hinsegin kórinn hefur sungið: Abba syrpan, Bohemian, Space up your life, Hope there's someone Uppáhalds morgunkornið? Cheerios Hvaða eiginleika metur þú mest í fari vina? Heiðarleiki, traust og húmor Hvað vildirðu verða þegar þú varst ung/ur? Kokkur, Kennari og söngvari Eftirminnilegasta ferðalagið? Kólumbía 2014 og Portugal 2019 Davíð verður með Instagrammið okkar í dag, endilega fylgist með þar. Miðasala er í fullum gangi á tix.is eða hjá kórmeðlimum. Ekki missa af því að komast í hinsegin hátíðarskap með Davíð og restinni af kórnum. #hinseginkorinn #davidpals @davidpals
Í dag eru 19 dagar í jólatónleika Hinsegin kórsins! Af því tilefni ætlum við að kynnast Arnóri Fannari Reynissyni betur en Arnór er raddvillingur dagsins og syngur tenór. Hvenær byrjaðir þú í kórnum? September 2019 Uppáhalds lag sem Hinsegin kórinn hefur sungið? Run To you Uppáhalds matur? Hamborgarar, ég fæ bara aldrei nóg af góðum hamborgurum! Hver er þinn helsti kostur? Andstæðan við að vera alvarlegur eða taka mig sjálfan of alvarlega. Ofmetnasta dyggðin? Fullkomnunarárátta, hún virðist oft tengt svo takmörkuðum hluta lífs fólks Stóra ástin í lífinu? Eignmaðurinn minn hann Libardo Lugo ❤ Miðasala er í fullum gangi á tix.is eða hjá kórmeðlimum. Ekki missa af því að komast í hinsegin hátíðarskap með Arnóri og restinni af kórnum. #hinseginkorinn #addifr
Nov 18

Í dag eru 19 dagar í jólatónleika Hinsegin kórsins! Af því tilefni ætlum við að kynnast Arnóri Fannari Reynissyni betur en Arnór er raddvillingur dagsins og syngur tenór. Hvenær byrjaðir þú í kórnum? September 2019 Uppáhalds lag sem Hinsegin kórinn hefur sungið? Run To you Uppáhalds matur? Hamborgarar, ég fæ bara aldrei nóg af góðum hamborgurum! Hver er þinn helsti kostur? Andstæðan við að vera alvarlegur eða taka mig sjálfan of alvarlega. Ofmetnasta dyggðin? Fullkomnunarárátta, hún virðist oft tengt svo takmörkuðum hluta lífs fólks Stóra ástin í lífinu? Eignmaðurinn minn hann Libardo Lugo ❤ Miðasala er í fullum gangi á tix.is eða hjá kórmeðlimum. Ekki missa af því að komast í hinsegin hátíðarskap með Arnóri og restinni af kórnum. #hinseginkorinn #addifr
Í dag eru 20 dagar í jólatónleika Hinsegin kórsins! Af því tilefni ætlum við að kynnast Hildi Heimisdóttur betur en Hildur er raddvillingur dagsins og syngur sópran. Hvenær byrjaðir þú í kórnum: Ég tók þátt í stofnun kórsins og var með fyrstu mánuðina, svo tók ég mér hlé og byrjaði af krafti aftur haustið 2013. Uppáhalds lag sem Hinsegin kórinn hefur sungið: Ég reyni að finna uppáhaldspart í öllum lögum sem við syngjum, stundum eru það hljómar sem verða í uppáhaldi, stundum orð, stundum minningar um fyndin augnablik á kóræfingum. Er Hinsegin kórinn öðruvísi en aðrir kórar? já, í Hinsegin kórnum sameinast fólk ekki bara vegna söngsins heldur líka til þess að vera þátttakendur í Hinsegin samfélagi, það gerir samfélag kórsins bæði viðkvæmara og sterkara en annarra kóra. Hann er einstakur í kóraflórunni. Fullkomin hamingja er? fólgin í augnablikum eða upplifunum sem eru æðimargar þegar vel er að gáð. Meðal annars að syngja í margrödduðum samhljómi. Hver er þinn helsti kostur? Ætli það sé ekki jákvæðni. Eftirminnilegasta ferðlagið? Það er þetta með augnablikið, í öllum ferðum eru eftirminnileg augnablik sem fylla mig hamingju þegar ég hugsa til baka. Miðasala er í fullum gangi á tix.is eða hjá kórmeðlimum. Ekki missa af því að komast í hinsegin hátíðarskap með Hildi og restinni af kórnum. #hinseginkorinn #hildurheimis
Nov 17

Í dag eru 20 dagar í jólatónleika Hinsegin kórsins! Af því tilefni ætlum við að kynnast Hildi Heimisdóttur betur en Hildur er raddvillingur dagsins og syngur sópran. Hvenær byrjaðir þú í kórnum: Ég tók þátt í stofnun kórsins og var með fyrstu mánuðina, svo tók ég mér hlé og byrjaði af krafti aftur haustið 2013. Uppáhalds lag sem Hinsegin kórinn hefur sungið: Ég reyni að finna uppáhaldspart í öllum lögum sem við syngjum, stundum eru það hljómar sem verða í uppáhaldi, stundum orð, stundum minningar um fyndin augnablik á kóræfingum. Er Hinsegin kórinn öðruvísi en aðrir kórar? já, í Hinsegin kórnum sameinast fólk ekki bara vegna söngsins heldur líka til þess að vera þátttakendur í Hinsegin samfélagi, það gerir samfélag kórsins bæði viðkvæmara og sterkara en annarra kóra. Hann er einstakur í kóraflórunni. Fullkomin hamingja er? fólgin í augnablikum eða upplifunum sem eru æðimargar þegar vel er að gáð. Meðal annars að syngja í margrödduðum samhljómi. Hver er þinn helsti kostur? Ætli það sé ekki jákvæðni. Eftirminnilegasta ferðlagið? Það er þetta með augnablikið, í öllum ferðum eru eftirminnileg augnablik sem fylla mig hamingju þegar ég hugsa til baka. Miðasala er í fullum gangi á tix.is eða hjá kórmeðlimum. Ekki missa af því að komast í hinsegin hátíðarskap með Hildi og restinni af kórnum. #hinseginkorinn #hildurheimis
Við í Hinsegin kórnum ætlum að lýsa upp skammdegið og kynna fyrir ykkur einn raddvilling á dag fram að jólatónleikunum okkar. Endilega fylgist með! Einnig minnum við á jólatónleikana okkar þann 7. desember kl: 15:00 í Lindakirkju. Miðar fást á tix.is
Nov 17

Við í Hinsegin kórnum ætlum að lýsa upp skammdegið og kynna fyrir ykkur einn raddvilling á dag fram að jólatónleikunum okkar. Endilega fylgist með! Einnig minnum við á jólatónleikana okkar þann 7. desember kl: 15:00 í Lindakirkju. Miðar fást á tix.is
Vinningshafinn í miðahappdrættinu er Anna Stína! Hún er á gestalista á jólatónleikana plús einn! Til hamingju!
Nov 16 Array

Vinningshafinn í miðahappdrættinu er Anna Stína! Hún er á gestalista á jólatónleikana plús einn! Til hamingju!
Error: Access Token for is not valid or has expired. Feed will not update.
There's an issue with the Instagram Access Token that you are using. Please obtain a new Access Token on the plugin's Settings page.
If you continue to have an issue with your Access Token then please see this FAQ for more information.
TÓNLEIKAR & VIÐBURÐIR
VERTU MEÐ!
Við í Hinsegin kórnum erum alltaf að leita að fleiri vinum – hvort sem það eru vinir sem vilja syngja með okkur eða hlusta á okkur. Ef eitt eða fleiri atriði hér að neðan passa við þig, þá ættir þú að sækja um hið snarasta!
Lagviss – lítið sem ekkert kvartað þegar þú syngur í sturtu
Félagsvera – finnst allskonar fólk skemmtilegt
Gleðispreðari – það er pláss fyrir allskonar gleðigjafa!