Gleði og fordómaleysi í dúr og moll

Hinsegin kórinn er litríkasti, hressasti og skemmtilegasti kór landsins – án gríns!

UM HINSEGIN KÓRINN

Hinsegin kórinn var stofnaður síðsumars 2011 og hefur vaxið og dafnað allar götur síðan.

Markmið kórsins er að vera fordómalaus vettvangur fólks til að hittast og njóta söngs saman; vinna að þátttöku hinsegin fólks í menningarlífinu; vera jákvæð fyrirmynd og stuðla að sýnileika hinsegin fólks.

Allir velkomnir
Hinsegin kórinn mismunar hvorki á grundvelli kynhneigðar né kynvitundar og er öllum opinn að undangengnum raddprófum sem að jafnaði eru haldin við upphaf haust- og vorannar.

Kórinn leggur áherslu á fjölbreytt lagaval og líflega framkomu, en frá stofnun hefur kórinn haldið fjölmarga sjálfstæða tónleika en auk þess komið fram á ýmsum viðburðum. Þar má nefna opnunarhátíðir Hinsegin daga í Reykjavík og Faroe Pride í Þórshöfn í Færeyjum auk þess að koma fram í afmælum, á vinnustaðaskemmtunum og víðar.

Fjölbreytt verkefni
Í júní 2014 tók kórinn þátt í Various Voices, alþjóðlegu kóramóti hinsegin kóra í Dublin á Írlandi, en kórinn hefur sett sér það viðmið að syngja utan landssteinanna að lágmarki annað hvert ár. Sumarið 2015 fór kórinn til London og söng sem gestakór á tónleikum Pink Singers, hinsegin vinakórs í London og tók þátt í norrænu kóramóti í Helsinki í september 2017. Kórinn hélt svo enn og aftur á Various Voices vorið 2018. Kóramótið var haldið í München Þýskalandi og vakti kórinn mikla lukku meðal gesta.


facebook.com/hinseginkorinn

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

This message is only visible to admins:
Unable to display Facebook posts

Error: Server configuration issue
Click here to Troubleshoot.

KÓRSTJÓRN

Helga Margrét Marzellíusardóttir
Kórstjóri

Nánar um Helgu Margréti

Halldór Smárason
Píanóleikari

Nánar um Halldór

STJÓRN

Hugrún Ósk Bjarnadóttir 

Margrét Ágústa Þorvaldsdóttir 

Arna Arnarsdóttir  

Þórunn Guðjónsdóttir 

Jóhann Örn B. Benediktsson 

Ragnar Veigar Guðmundsson 

VIÐ ERUM Á INSTAGRAM

#hinseginkorinn / #reykjavikqueerchoir

Instagram post 2074739364524656593_2304901014 Sjáið fína formanninn svona baðaðan íslenskri kvöldsól ☀️ @culturetrip tók við hana skemmtilegt viðtal. Finna má í link í bio 💛// Look at our fantastic chairman bathed in the Icelandic evening sun ☀️ @culturetrip was nice enough to interview her here in Iceland, read more in the bio💛// 📷 @blackstairs

Sjáið fína formanninn svona baðaðan íslenskri kvöldsól ☀️ @culturetrip tók við hana skemmtilegt viðtal. Finna má í link í bio 💛// Look at our fantastic chairman bathed in the Icelandic evening sun ☀️ @culturetrip was nice enough to interview her here in Iceland, read more in the bio💛// 📷 @blackstairs ...

42 0
Instagram post 2055271990482419784_2304901014 Flaggað á tónleikastað dagsins.
.
.
#gowest #hinseginkorinn #reykjavikqueerchoir #sing #onelove #concert #hólmavík

Flaggað á tónleikastað dagsins. . . #gowest #hinseginkorinn #reykjavikqueerchoir #sing #onelove #concert #hólmavík ...

43 0
Instagram post 2046509351095870075_2304901014 Flaggað á þessum hátíðardegi 🏳️‍🌈 Tónleikar í dag klukkan 15 og ennþá til miðar! #hinseginkorinn

Flaggað á þessum hátíðardegi 🏳️‍🌈 Tónleikar í dag klukkan 15 og ennþá til miðar! #hinseginkorinn ...

52 1

TÓNLEIKAR & VIÐBURÐIR

VERTU MEÐ!

Við í Hinsegin kórnum erum alltaf að leita að fleiri vinum – hvort sem það eru vinir sem vilja syngja með okkur eða hlusta á okkur. Ef eitt eða fleiri atriði hér að neðan passa við þig, þá ættir þú að sækja um hið snarasta!

  • Lagvisslítið sem ekkert kvartað þegar þú syngur í sturtu

  • Félagsverafinnst allskonar fólk skemmtilegt

  • Gleðispreðariþað er pláss fyrir allskonar gleðigjafa!

HVERNIG RÖDD ERT ÞÚ?

Sópran er efsta rödd kórsins sem syngur þar af leiðandi alla háu tónana.

Veist þú hvað þarf margar sóprönur til að skipta um ljósaperu? Tvær. Önnur heldur á diet-kókinu meðan hin biður meðleikarann um að skipta um peruna.

Alt er efri millirödd í kór, hún syngur því hærra en tenór en ekki jafn hátt og sópran.

Veist þú hvað þarf margar altir til að skipta um ljósaperu? Enga, þær komast ekki nógu hátt.

Tenór er neðri millirödd. Tenórar syngja því á milli alt og bassa.

Veist þú hvað þarf marga tenóra til skipta um ljósaperu? Sex, einn til að skipta um peruna á meðan hinir fimm kvarta undan því hve hátt þurfi að fara.

Bassi er neðsta rödd kórsins og passar að neðstu tónarnir komist til skila.

Veistu hvað þarf marga bassa til að skipta um ljósaperu? Engann, þeir eru svo mikil hörkutól að þeir vilja frekar ganga um í myrkrinu.

STYRKTARAÐILAR

Hafa samband

Hugrún

Formaður

Helga Margrét

Kórstjóri


Margrét Ágústa

Gjaldkeri