Hinsegin kórinn2018-11-16T02:17:16+00:00

Gleði og fordómaleysi í dúr og moll

Hinsegin kórinn er litríkasti, hressasti og skemmtilegasti kór landsins – án gríns!

UM HINSEGIN KÓRINN

Hinsegin kórinn var stofnaður síðsumars 2011 og hefur vaxið og dafnað allar götur síðan.

Markmið kórsins er að vera fordómalaus vettvangur fólks til að hittast og njóta söngs saman; vinna að þátttöku hinsegin fólks í menningarlífinu; vera jákvæð fyrirmynd og stuðla að sýnileika hinsegin fólks.

Allir velkomnir
Hinsegin kórinn mismunar hvorki á grundvelli kynhneigðar né kynvitundar og er öllum opinn að undangengnum raddprófum sem að jafnaði eru haldin við upphaf haust- og vorannar.

Kórinn leggur áherslu á fjölbreytt lagaval og líflega framkomu, en frá stofnun hefur kórinn haldið fjölmarga sjálfstæða tónleika en auk þess komið fram á ýmsum viðburðum. Þar má nefna opnunarhátíðir Hinsegin daga í Reykjavík og Faroe Pride í Þórshöfn í Færeyjum auk þess að koma fram í afmælum, á vinnustaðaskemmtunum og víðar.

Fjölbreytt verkefni
Í júní 2014 tók kórinn þátt í Various Voices, alþjóðlegu kóramóti hinsegin kóra í Dublin á Írlandi, en kórinn hefur sett sér það viðmið að syngja utan landssteinanna að lágmarki annað hvert ár. Sumarið 2015 fór kórinn til London og söng sem gestakór á tónleikum Pink Singers, hinsegin vinakórs í London og tók þátt í norrænu kóramóti í Helsinki í september 2017.

Various Voices í Þýskalandi vorið 2018
Kóramótið Various Voices verður haldið í 14. skipti dagana 9.-13. maí 2018, í München í Þýskalandi. Þar munu 97 kórar frá 19 löndum hittast og syngja saman í stórum sem litlum tónleikasölum og víðs vegar á götum borgarinnar. Lesa meira.


facebook.com/hinseginkorinn

... See MoreSee Less

02.01.19

Það er uppselt á jólatónleikana okkar!🎄🎉Við getum ekki beðið eftir að syngja fyrir fullu Gamla bíói!🎶 Hlökkum til að sjá ykkur öll á morgun - þetta verður eitthvað! 🌈❤
.
.
We are sold out! 🎄🎉We cant wait to perform before a full Gamla bíó tomorrow!🎶 We look forward to seeing you all - this will be something! 🌈❤
.
.
hinseginkorinn #reykjavikqueerchoir #concert #soldout #satb #lgbtqia #rainbow #choir #singing #choralmusic #christmas #seasontobejolly #jólinokkar

Það er uppselt á jólatónleikana okkar!🎄🎉Við getum ekki beðið eftir að syngja fyrir fullu Gamla bíói!🎶 Hlökkum til að sjá ykkur öll á morgun - þetta verður eitthvað! 🌈❤..We are sold out! 🎄🎉We can't wait to perform before a full Gamla bíó tomorrow!🎶 We look forward to seeing you all - this will be something! 🌈❤..hinseginkorinn #reykjavikqueerchoir #concert #soldout #satb #lgbtqia #rainbow #choir #singing #choralmusic #christmas #seasontobejolly #jólinokkar ... See MoreSee Less

04.12.18

 

Comment on Facebook

Gangi ykkur vel og góða skemmtun :)

Gleymdi að kaupa miða...gangi ykkur vel

Gangi ykkur vel 😊

Hlakka mikið til.❤️

Við kynnum með stolti hljómsveitina sem mun spila með okkur á jólatónleikunum! 🌈Það eru þeir Vignir Þór Stefánsson á píanó, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Ólafur Hólm Einarsson á trommur.Við erum rosalega spennt að fá að syngja við þeirra ljúfu tóna og mælum við með að þú tryggir þér miða hér-><noscript><img src=

Við kynnum með stolti hljómsveitina sem mun spila með okkur á jólatónleikunum! 🌈Það eru þeir Vignir Þór Stefánsson á píanó, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Ólafur Hólm Einarsson á trommur. Við erum rosalega spennt að fá að syngja við þeirra ljúfu tóna og mælum við með að þú tryggir þér miða hér-> tix.is/is/event/7084/jolin-okkar-hinsegin-korinn..We introduce the band that will accompany us on our Christmas concert! 🌈 They are Vignir Þór Stefánsson on piano, Þorgrímur Jónsson on bass og Ólafur Hólm Einarsson on drums. We are super excited to sing along with their smooth tunes so we recommend that you secure your ticket here-> tix.is/is/event/7084/jolin-okkar-hinsegin-korinn..#hinseginkorinn #reykjavikqueerchoir #band #piano #bass #drums #satb #lgbtqia #rainbow #choir #singing #choralmusic #christmas #seasontobejolly #jólinokkar ... See MoreSee Less

30.11.18

 

Comment on Facebook

Hlakka til !!!!!!! 🙃😄😄

Nú styttist í jólatónleikana okkar og erum við í Hinsegin kórnum ótrúlega spennt að tilkynna ykkur hver mun syngja einsöng með okkur.🎶 Það er engin önnur en leik- og söngkonan Jóhanna Vigdís Arnardóttir sem mun heiðra okkur með nærveru sinni!🎉  Jóhanna Vigdís, eða Hansa, er þekkt fyrir hlutverk sín í sýningum Borgarleikhússins. Þar ber að nefna Mary Poppins, Mamma Mia, Chicago og Kysstu mig Kata, svo dæmi séu tekin. Hinsegin kórinn er ótrúlega stoltur og spenntur fyrir að fá að syngja með þessari einstöku konu. ❤🌈Við hvetjum ykkur til að tryggja ykkur miða hér -><noscript><img src=

Nú styttist í jólatónleikana okkar og erum við í Hinsegin kórnum ótrúlega spennt að tilkynna ykkur hver mun syngja einsöng með okkur.🎶 Það er engin önnur en leik- og söngkonan Jóhanna Vigdís Arnardóttir sem mun heiðra okkur með nærveru sinni!🎉 Jóhanna Vigdís, eða Hansa, er þekkt fyrir hlutverk sín í sýningum Borgarleikhússins. Þar ber að nefna Mary Poppins, Mamma Mia, Chicago og Kysstu mig Kata, svo dæmi séu tekin. Hinsegin kórinn er ótrúlega stoltur og spenntur fyrir að fá að syngja með þessari einstöku konu. ❤🌈Við hvetjum ykkur til að tryggja ykkur miða hér -> tix.is/is/event/7084/jolin-okkar-hinsegin-korinn/..Our Christmas concert is just around the corner and we in the Reykjavik Queer Choir are thrilled to announce our soloist.🎶 The actress and singer that will honour us with her presence is none other than Jóhanna Vigdís Arnardóttir!🎉 Jóhanna Vigdís, or Hansa, is known for her roles in The City Theatre which include Mary Poppins, Mamma Mia, Chicago and Kiss me Kate, to name but a few. We are really proud and excited to sing with this amazing woman. ❤🌈We encourage you to secure your tickets here -> tix.is/is/event/7084/jolin-okkar-hinsegin-korinn/..#hinseginkorinn #reykjavikqueerchoir #soloist #singer #solosinger #actress #satb #lgbtqia #rainbow #choir#singing #choralmusic #christmas #seasontobejolly #jólinokkar ... See MoreSee Less

28.11.18

Load more

KÓRSTJÓRN

Helga Margrét Marzellíusardóttir
Kórstjóri

Nánar um Helgu Margréti

Halldór Smárason
Píanóleikari

Nánar um Halldór

STJÓRN

Hugrún Ósk Bjarnadóttir 

Þóra Björk Smith  

Margrét Ágústa Þorvaldsdóttir 

Arna Arnarsdóttir  

Þórunn Guðjónsdóttir 

Jóhann Örn B. Benediktsson 

Ragnar Veigar Guðmundsson 

VIÐ ERUM Á INSTAGRAM

#hinseginkorinn / #reykjavikqueerchoir

TÓNLEIKAR & VIÐBURÐIR

VERTU MEÐ!

Við í Hinsegin kórnum erum alltaf að leita að fleiri vinum – hvort sem það eru vinir sem vilja syngja með okkur eða hlusta á okkur. Ef eitt eða fleiri atriði hér að neðan passa við þig, þá ættir þú að sækja um hið snarasta!

  • Lagvisslítið sem ekkert kvartað þegar þú syngur í sturtu

  • Félagsverafinnst allskonar fólk skemmtilegt

  • Gleðispreðariþað er pláss fyrir allskonar gleðigjafa!

HVERNIG RÖDD ERT ÞÚ?

Sópran er efsta rödd kórsins sem syngur þar af leiðandi alla háu tónana.

Veist þú hvað þarf margar sóprönur til að skipta um ljósaperu? Tvær. Önnur heldur á diet-kókinu meðan hin biður meðleikarann um að skipta um peruna.

Alt er efri millirödd í kór, hún syngur því hærra en tenór en ekki jafn hátt og sópran.

Veist þú hvað þarf margar altir til að skipta um ljósaperu? Enga, þær komast ekki nógu hátt.

Tenór er neðri millirödd. Tenórar syngja því á milli alt og bassa.

Veist þú hvað þarf marga tenóra til skipta um ljósaperu? Sex, einn til að skipta um peruna á meðan hinir fimm kvarta undan því hve hátt þurfi að fara.

Bassi er neðsta rödd kórsins og passar að neðstu tónarnir komist til skila.

Veistu hvað þarf marga bassa til að skipta um ljósaperu? Engann, þeir eru svo mikil hörkutól að þeir vilja frekar ganga um í myrkrinu.

STYRKTARAÐILAR

Hafa samband

Hugrún

Formaður

Helga Margrét

Kórstjóri


Margrét Ágústa

Gjaldkeri